stundum fær lífið niðurgang á fólk.
ekki bara mig heldur fólk almennt.
ég get ekki hlustað á tónlist.
nýja fallega græjan mín hafnaði hleðslutækinu sínu og dó í miðjum sing-along þegar ég var að vaska upp um daginn.
windows media player chrashaði... ég er með ALLA tónlistina mína þar og hann chrashaði..
orð fá ekki lýst sorg minni.
börn læra það sem fyrir þeim er haft; hef ég ein hvers staðar heyrt.
þetta er frekar hættuleg pæling í ljósi skilnaðar og oft andfélagslegs samfélag sem við búum í í dag..
ég hef pælt mikið í þessari pælingu í ljósi minnar reynslu og uppeldis.
-börn LÆRA það sem fyrir ÞEIM er haft-
ég hef staðið sjálfa mig að því að vera með ekki svo sniðugar sambandstæknir eins og ..
a) fara í fýlu
b) snúa öllum rifrildum um mig svo að ég geti verið sára manneskjan sem á skilið fyrirgefðu
c) manipulatað hina manneskjuna með ýmsum kúgunaraðferðum bara til að sjá hversu langt ég kæmist áður en þær myndu gefast upp og forða sér í burtu
d) hætta saman, byrja saman, hætta saman, byrja saman, hætta saman, byrja saman, hætta saman...sofa saman, byrja saman, hætta saman....
e) pirrast yfir öllu í fari hinnar manneskjunnar t.d. hvernig hún andar, tyggir, opnar dyr...
þið eruð að fatta mig.
ég stóð sjálfa mig fyrst að þessu þegar ég var 14 ára..svo aftur þegar ég var 16 ára.... svo held ég að þetta hafi verið ofarlega í meðvitundinni þangað til að loksins tvítug steig ég niður fætinum og hætti þessu endalausa rugli!
þetta særði mig nefnilega oft meira heldur en manneskjuna sem ég var að fokka í...
en það er bara ég.....
um helgina fór 'ég að spá og spöglera um svona sambönd....
ég boðaði vinkona mína í gufu og málin voru rædd...
ég komst að því að það er nokkuð til í þessu máltæki. Eins Freudískt og það hljómar þá hefur föðurímynd og móðurímynd og þeirra samband mikið með það að gera hvernig þú hagar þér í þínum samböndum; bara beisikk Bandura og herminám.
Vinkona mín sagði mér frá rifrildi a milli þeirra hjónakorna þar sem það snérist um að hann væri sár út í hana en hún snéri þessu þannig að hún var orðin sár út í hann fyrir að vera sár út í sig!
get it?
hann var óöruggur þannig að hún snéri óörygginu hans upp í það að hann treysti henni ekki og í staðin fyrir að díla við óöryggið hans þá var hann farinn að hugga hana og segja fyrirgefðu að ég særði þig með því að vera óöruggur....
-er ekkert bogið við þetta, ég bara spyr?-
ég var alveg expert í svona rifrildum, liggur við að ég skrifi þeim bréf og biðjist afsökunar... ahh gott ef ég gerði það ekki bara í sumar, allavega við annan þeirra.
hvernig á maður að geta rifið sig úr svona ótrúlega ömurlegum vítahring?
Við stelpurnar erum margar hverjar helvíti góðar í þessum leikjum þar sem að við erum búnar að eyða dágóðum tíma í að þróa þá og fylgjast með þeim dafna heima hjá okkur....
Það er eitthvað svo glatað að þurfa að feika það að vera upptekin svo að kærastinn sýni áhuga og fari að sækja í að eyða tíma með henni...EN svoleiðis er það nú bara oft (sad but true) að við stelpurnar gleymum og gleypum greyið guttann, hann verður heimurinn okkar.
Allt er planað eftir tímaskipulaginu hans...svo er hringt í stelpurnar, eða Gvuð forði okkur frá því, erum einar.
allar þessar pælingar dundu einu sinni fyrir tvítuga stelpu sem sat ein heima hjá sér á Garðastrætinu. Um tvöleytið þegar hún var hætt að gráta og ofanda pakkaði hún öllu niður í kassa og þreif hátt og lágt.
Hún flutti út og leit ekki um öxl.
Mér finnst bara svo ofsalega leiðinlegt hversu léglega sambandshæfni við erum oft með, komandi frá hinum og þessum fjölskyldum með sín vandamál og við förum bara með þau inn í næsta samband og eignumst lítinn strák eða litla stelpu sem svo...læra það sem fyrir þeim er haft......
Kannski er ég bara að bulla...kannski er ekkert til í þessu.
kannski ætti ég ekki að vera að gefa nein sambandsráð...
stelpur, þetta væri bara svo mikið auðveldara ef við værum sáttar við hver við erum og hefðum sjálfstraustið að bera höfuðið hátt og ganga beinar í baki...
bara þá, hættum við kannski að gleypa strákana og kyngja ofan í maga, hættum við að hafa áhyggjur að hann sé fúll og sé að horfa eða hugsa um aðrar stelpur....tala nú ekki um meini eitt en segi annað....
ef þú ert óhamingjusöm í sambandinu, leystu þá málin eða farðu útúr því, ekki breyta því í leikvöll fyrir leikinn fórnarlambið og gerandinn, hugarleikir IV....
******************************************************
að öðru, ég er frekar fúl yfir því að verið se að gefa Nóbelinn fyrir uppgvötun á því að sýkill valdi magasári en ekki streita...
ég get svo svarið fyrir að ég finni þær éta gat á annars súkkulaðisjeik húðaðann magavegginn minn....það styttist í próf og streitan er mætt, hress á kantinum.
það er auðvitað bara eitt ráð við skólatengdum kvíða,ofsjónum og streitu,
fara nakin í gufu með einni af fallegustu konum íslands og svo út að borða, tala um fimmta útlim karlmanna og kaupa sér ferð til Köben vikuna þar á eftir.
og það er einmitt það sem ég gerði....
októberfest skildi við mig þunna og því var þetta það eina rétta í stöðunni á laugardegi timburmanna.
alveg rét, herbert spencer sagði survival of the fittest (góð pikkup lína,huh??)
sú hugmynd skaust upp í kollinn minn áðan; ég er ekki með jólavinnu....
ég er að spá í að vera free lance í að personal og assistant shopper fyrir jólagjafir fyrir kærasta og kærustur!
ég er eðal í svona gjöfum!
þó að vax konan sé mætt aftur er ekki þar með sagt að hún sé MÆTT aftur... nei Mosó flokkast EKKI undir að vera mætt aftur...
tónlistin er dauð þannig að ég verð víst bara að tjanta með tinu -namijihirengeikjurrrr- og rífa...
takk fyrir dugleg og skemmtileg komment fallega fólk :)
en það er ekki svo með mig og þig....
mánudagur, október 10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Það er svoo gaman að lesa pælingarnar þínar Sigga. Þú ert algjör snillingur. Þú segir það sem við allar erum að hugsa. Keep it up girl ;)
úhúhú - hlakka massan til að hitta þig elskan. Er sko að vinna um daginn á laugardeginum en annars held ég að ég sé svona bara pretty free...hmmm (skóli á mánudeginum líka..) vertu bara í bandi þegar þú kemur og við ræðum málin og förum á coffee house eða í lunch:) góða ferð esskan
Já þú ert snilld, bara tærasta snilld :)
ohhh fallega fólk...en gaman að þið stelpurnar mínar segið að ég sé snillingur :)
elsan mín-til hamingju með afmælið!!-
vala-I CANT WAIT!!!-
anna -ég er svo fegin að fleiri en ég eru með þessar pælingar, ég held ég sé stundum svoldið tæp...-
en hey, ég er bara rosalega mikil stelpur stelpa....
Well ég held slái öll met í þessum helvítis vítahring!!! það þurfti nú ekki minna en það að henda mér 4 og hálfa bílveltu niður Draugagil til þess að ég fattaði hver ég sjálf er í raun og veru og að líf okkar er algjörlega undir okkur sjálfum komið ; ) Góða ferð englabossinn minn og farðu nú varlega...... Elska þig ógó mikið xox xox xox xoxox xoxox xoxoxo xoxo
Til hamingju m/ ammælið Elsa
Knús Jóna Dögg
Skrifa ummæli